Leita í fréttum mbl.is

Hinn árlegi útimarkađur framundan

Útimarkađur 2009 33Nú fer hann ađ skella á, hinn árlegi útimarkađur Laugardalshverfanna.Helgin eftir Menningarnótt er markađshelgi, nánar tiltekiđ 28. ágúst.Hćgt ađ selja og kaupa allt milli himins og jarđar.Stađsetning ţetta áriđ er Sunnutorg og nágrenniđ.Kíkiđ á myndir frá fyrri mörkuđum hér á síđunni.

kv.

Nefndin 


Spyrjiđ frambjóđendur spjörunum úr

Opinn borgarafundur međ frambjóđendum flokkanna

Kćru íbúar Laugardalshverfa, ţá er komiđ ađ fundi međ frambjóđendum til sveitarstjórnarkosninga!Íbúasamtök Laugardals blása til opins borgarafundar međ frambjóđendum í Laugarnesskóla fimmtudagskvöldiđ 6. maí, kl. 20.

Frambjóđendur halda stutta framsögu og sitja síđan fyrir svörum eftir kaffi. Flestir flokkar hafa ákveđiđ ađ senda fulltrúa en fjórir hafa ţegar ákveđiđ sig. Oddviti VG, Sóley Tómasdóttir kemur á fundinn.Fyrir Framsóknarflokkinn kemur Valgerđur Sveinsdóttir, nýr annar mađur á lista og Bjarni Karlsson fyrir Samfylkingu og Kjartan Magnússon frá Sjálfstćđisflokki. Ađrir flokkar verđa einnig međ fulltrúa.

NÚ ER TĆKIFĆRIĐ TIL AĐ HEYRA HVAĐ FRAMBJÓĐENDUR HAFA SEGJA UM MÁLEFNI HVERFIS OG BORGAR

Komiđ í Laugarnesskóla á fimmtudagskvöld!

Međ kćrri kveđju frá stjórn Íbúasamtaka Laugardals.

frambjodendur2_987540.jpg

Góđ göngulest í gćr

Göngulestin hélt af stađ í mildu síđdegisveđri stundvíslega kl. 17 frá Menntaskólanum viđ Sund í gćr. Um 10 manns tóku ţátt í fyrstu lestinni. Rúnturinn reyndist taka ögn lengri tíma en ráđgert var en lestin verđur auđvitađ í ţróun nćstu laugardaga og mun laga sig ađ ţátttakendum.

Hér er helmingur farţega, eđa ţeir sem á enduđu á upphafsstađ en flestir nýttu sér ţann kost lestarinnar ađ koma og fara á ţeim stađ er hentar hverjum og einum.  

20100116.jpg

 

 

 

 

 

kv. S 


Mikiđ um ađ vera á laugardag í Laugardal

Vá ţađ er bara mikiđ um ađ vera um helgina. Göngulestin svokallađa hefst á laugardag, klukkustundar göngutúr fyrir alla sem áhuga hafa. Lagt af stađ frá Menntaskólanum viđ Sund kl. 17.00 og genginn hringur sem er nokkurnveginn umhverfis Laugardalinn. Ţetta verđur vikulegur viđburđur svo fremi ađ fólk taki viđ sér og fylli lestina. Ekki er nauđsynlegt ađ byrja hringinn viđ Menntaskólann ţví ţađ er hćgt ađ stökkva í og úr lestinni hvar sem er á leiđinni. Kort af leiđinni birtist í Laugardalsblađinu sem kom út fyrir stuttu.Á eftir ţessum göngutúr er svo hćgt a skella sér á ţorrablót Ţróttar og halda áfram fjörinu fram á nótt. íbúasamtök Laugardals eru samstarfsađilar Ţróttar um ţetta ţorrablót og samtökin hvetja međlimi til ađ fjölmenna og borđa saman og skemmta sér. Ţađ er hćgt ađ nýta sér hópafslátt og ţá bent á ađ hafa samband á netfangiđ laugardalur@gmail.com fyrir 15.jan. Vonandi nćst ţá í stóran og góđan hóp.

 

Guttormi tókst ekki ađ koma göngulestarkortinu hér inn en ekki er allt glatađ ţví hér er gönguáćtlunin og ćtti fólk ađ geta áttađ sig á ţessu:

Nr

Stađur- tillögur

Stađsetning

kl

1

MS-torgiđ

Skeiđarvogur v/Gnođarvog

17:00

2

Suđurlandsstígur viđ...Hestinn?

Suđurlandsbraut v/Langholtsveg

17:05

3

Dórahorn?

Langholtsvegur v/Skeiđarvog

17:10

4

Rauđatorgiđ

Langholtsvegur v/Álfheima

17:15

5

Helgahorn?

Langholtsvegur v/Holtaveg

17:18

6

Sunnutorg

Langholtsvegur v/Laugarásveg

17:20

7

Farfuglablettur?

Laugarásvegur / Sundlaugavegur/Dalbraut

17:30

8

Sundlaugatorg, Laugatorg, Skólatorg?

Sundlaugavegur v/ Reykjaveg

17:35

9

Ţróttur, KSÍ?

Reykjavegur/Engjavegur

17:40

10

Jafnvćgispunktur (yin yang)?

Á mörkum Húsdýra-, Fjölskyldu- og Grasagarđs

17:45

11

Glćsibćr, Túniđ, Bletturinn?

Engjavegur v/Gnođarvog

17:50

12

Suđurlandsstígur?

Stígur viđ Olís

17:55

 

MS-torgiđ

Skeiđarvogur v/Gnođarvog

18:00


 

Svo er ţađ ţorrablótiđ!

 

Bestu kveđjur

f.h. Guttorms

Sigríđur 


Góđan daginn Guttormur

Hmm, nú er komiđ nýtt ár og tímabćrt ađ vakna af dvalanum Guttormur góđur.
Gutti hefur fregnađ ađ mánađarlega hittist hópur áhugasamra íbúa um gott og mannvćnlegt hverfi. Eitthvađ er ađ koma útúr ţessu og hefur nautiđ legiđ á hleri og hefur einhverjar spurnir af ţví ađ um helgina sé ađ fara af stađ "göngulest". Hvađ er nú ţađ? Ţađ ćtlar Guttormur ađ komast á snođir um og upplýsa hér fyrir helgina.
kv.
Sigríđur

Tré aprílmánađar

tr_aprl_09_ofl_007_2Ţađ mćtti halda ađ viđ vćrum í áskrift ţví ađ aftur er tré mánađarins í hverfinu. Tré aprílmánađar er marţöll sem stendur í Grasagarđi Reykjavíkur í Laugardal. Ţađ er Skógrćktarfélag Reykjavíkur sem velur ţessi fallegu tré mánađarlega.

Í maí hefur Skógrćktarfélagiđ valiđ glćsilegt birki viđ Háteigsveg.

 

kv.

Sigríđur 


Tré marsmánađar

 Í hverjum mánuđi velur Skórćktarfélag Reykjavíkur tré mánađarins. Í marsmánuđi varđ fyrir valinu rúmlega 18 metra há alaskaösp (Populus trichocarpa) í garđi viđ Langholtsveg 158.

Sögu trésins og myndir er ađ finna á heimasíđu Skógrćktarfélagsins: http://heidmork.is/index.php?option=com_content&task=blogcategory&id=8&Itemid=68

Tré marsmánađar, Langholtsvegi 158

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sigríđur


Ađalfundur Íbúasamtaka Laugardals í kvöld

Viđ minnum á Ađalfund Íbúasamtaka Laugardals 2008 í kvöld,

miđvikudaginn 5. nóvember kl. 19:30 í Laugabóli (félagsheimili Ţróttar og Ármanns).

Dagskrá:

(1) Ávarp formanns

(2) Venjuleg ađalfundarstörf

(3) Yfirlit yfir störf áhugahópa

(4) Ađalerindi kvöldsins. Hjálmar Sveinsson útvarpsmađur fjallar um Stefnu og stefnuleysi skipulagsyfirvalda á höfuđborgarsvćđinu.

Fundurinn verđur haldinn í framhaldi af fjölskyldu- og frístundafundi Ţjónustumiđstöđvar Laugardals og Háaleitis sem hefst kl. 17:30 og stendur til 19:30.

Ađalfundur íbúasamtakanna er öllum opinn og eru íbúar hvattir til ađ fjölmenna!

Stjórn ÍL


Elliđaárdalur - hver gćtir hans?

Elliđaárdalur er í nćsta nágrenni viđ okkur Guttorm, einstök perla ađ hafa í miđri borg. Ţangađ leita Reykvíkingar til útivistar, leikja og uppsetningu leiksýninga svo fátt eitt sé nefnt. Dalurinn er mikilvćg tenging í stígakerfi borgarinnar um grćn svćđi. Ţađ er í samrćmi viđ annađ starf Guttorms ađ vekja athygli á stofnun hópsins Verndum Elliđaárdal í tilefni af breytingu á ađal- og deiliskipulagi Stekkjarbakka og nágrennis sem nú er í kynningu. Ţađ er alltaf jafn sorglegt hvernig skipulagsumrćđan virđist ţurfa ađ hefjast á ţví hvađ fólk vill ekki fá á einhverjum stađ. Ţađ er kannski vegna ţess ađ svćđi sem ekki hefur veriđ skipulagt er í huga íbúa útivistarsvćđi en í huga yfirvalda ófrágengiđ. Ţađ getur vel fariđ saman ađ finna lóđir viđ hćfi fyrir starfsemi borgarinnar og ađ varđveita náttúruperlur. Krefst ef til vill meiri fyrirhyggju af hálfu allra framkvćmdaađila og auđvitađ er verđmiđi á lóđum sem er búiđ ađ úthluta áđur, sem ekki er á ţeim lóđum sem borgin úthlutar í fyrsta sinn. Útivistarsvćđi hafa mikiđ varđveislugildi og verđmiđi verđur seint settur á Elliđaárdalinn og ađlćg svćđi.

Íbúar viđ Laugardal hafa veriđ ötulir undanfarin ár ađ hvetja stjórnvöld í borginni til ađ varđveita grćn svćđi og efla ađdráttarafl ţeirra til útivistar. Okkur til ómćldrar ánćgju nýtist Laugardalur fyrir útimarkađi og tónleika til viđbótar viđ alla ţá nćrandi útivist og hreyfingu sem ţangađ má sćkja daglega ókeypis. Vonandi heldur varđveisla grćnna svćđa áfram, enda er fullljóst ađ sambćrilega lóđ og Stekkjarbakkann má finna í nćsta nágrenni, hugsanlega á Höfđa- / Hálsasvćđunum svo eitthvađ sé nefnt.

Lilja Sigrún Jónsdóttir


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Guttormur

Guttormur
Guttormur

Umhverfis og útivistarhópur ÍL bloggar hér. Við látum okkur varða ýmislegt í samfélaginu og höfum áhuga á umhverfismálum í nærumhverfinu. Netfang Guttorms er  Laugardalur@gmail.com

ÍL stendur fyrir Íbúasamtök Laugardals sem við erum hluti af.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2020
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband