14.6.2007 | 09:07
Vígvélar í Laugardal
Því miður hefur Laugardalurinn verið misnotaður af sjálfumglöðum ökuþórum á vélknúnum hjólum sem þeysa á fullri ferð eftir göngustígunum. Mest ber á þessu á kvöldin og eftir háttatíma. Það er varla að maður þori að vekja athygli á þessu vandamáli ef það væri til þess að vekja áhuga fleiri á að bruna þar um. Auk hættunnar sem af þessu stafar veldur þetta miklu ónæði og oft svefnrofi. Það er mikill misskilningur sjálfsréttlætingarinnar að þetta sé allt í lagi svona seint því svo fáir séu á ferli. Þetta er einfaldlega bannað.
En ekki nóg með það. Bifreiðum er einnig ekið greitt eftir gangstígum í þeim tilgangi einum að stytta sér leið yfir dalinn. Út um gluggann höfum við séð gangandi vegfarendur sem eiga fótum fjör að launa. Hér er ég ekki að tala um þá stöku þjónustubíla sem af og til nota gangstígana með tilheyrandi appelsínuljósi á þakinu (að sjálfsögðu).
Það er mikil þörf á að setja upp tálma á gönguleiðirnar. Hliðum sem sett eru upp í þeim tilgangi verður líka að loka strax aftur eftir að þau hafa verið notuð til gegnumaksturs af þeim sem til þess hafa leyfi.
Ólöf
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:09 | Facebook
Nýjustu færslur
- Útimarkaður Íbúasamtakanna verður 16. ágúst
- Takið daginn frá
- Upprifjun
- Við kveðjum góðan félaga
- Hinn árlegi útimarkaður verður þann 17. ágúst
- Útimarkaðurinn verður nú á horni Laugalækjar og Hrísateigs
- Tíundi útimarkaður íbúasamtakanna haldinn 18. ágúst 2012
- Útimarkaður Íbúasamtakanna laugardaginn 27. ágúst kl.11-16
- Spennandi!
- útimarkaður - götumarkaður
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
nytjagardar
-
mortenl
-
torfusamtokin
-
varmarsamtokin
-
hlidar
-
arogsid
-
bjorkv
-
dofri
-
almal
-
doggpals
-
eyglohardar
-
gesturgudjonsson
-
vglilja
-
gummisteingrims
-
gbo
-
harring
-
heidistrand
-
hehau
-
ingabesta
-
ingibjorgelsa
-
kari-hardarson
-
margretsverris
-
mist
-
omarragnarsson
-
pjetur
-
rannthor
-
sigurdurkari
-
soley
-
vefritid
-
thordursteinngudmunds
-
gudni-is
-
sylviam
-
pollyanna
-
saethorhelgi
-
siggivalur
-
annakr
-
svatli
-
erna-h
-
ibb
-
haaleitinordur
-
hrannsa
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Ágúst 2013
- Ágúst 2012
- Ágúst 2011
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Janúar 2010
- Ágúst 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Athugasemdir
Ekki nóg með að bílstjórar og þá sérstaklega bifhjólamenn svíni þarna á fólki á gangstígum sem eru bannaðir ökutækjum, heldur má líka oft sjá hóp unglingsstráka spæna upp grasið í kring um gömlu þvottalaugarnar á skellinöðrum. Það þarf enginn að segja mér að foreldrum þeirra sé ekki vel kunnugt um þetta.
Stefán
Stefán (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 09:23
Þessi ósiður vélhjólamana7ungmenna hefur nú einnig orðið vart í Hljómskálagarðinum.
Í gærkveldi fótbrotnaði unglingur á skellinöðru, eftir að hafa dottið. ÞEir voru að tvímenna á nöðrunni og gerðu sér ekki grein fyrir, aðmeð áfallinu, verður grasið hált.
Svo eru þeir sem eru að slá golfkúlur í garðinum. ÞAð er auðvitað stórhættulegur leikur og er örugglega bannað. Þangað koma menn að æfa sveifluna. Hef nokkrum sinnum vrið í skotlínu, þegar ég geng með mína hundstík dagvissa kvöldgöngu okkar (og auðvitað í bandi)
Hér er vrkefni fyrir grenndarlöggæsluna og væri ekki úr vegi, að Lögreglan sneri sér nokkuð að þessum lögbrotum, íbúum til ánægju. Þá sæist vel, að grendargæslan væri sívirk.
með kveðju ur 101
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 14.6.2007 kl. 11:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.