Leita í fréttum mbl.is

Jónsmessusýn

Beðmál í borginniSkólagarðarnir hvíla nú undir sæng um hásumar á meðan plönturnar eru að ná sér á strik og fræin að spíra. Það eru ekki margir þar á ferli yfir daginn eins og er nema skamma stund í senn til að vökva. Það hefur ekkert rignt í nokkurn tíma svo það þarf að bæta rakann í jarðveginum. Þetta er mikill burður fyrir unga fólkið enda stórar vatnskönnur þó ekki verði fylltar nema til hálfs.

Það sést vel á myndunum í albúmi skólagarðanna hversu skart íslensk náttúra tekur við sér um leið og veðurfarið gefur henni tækifæri. Yfirlitsmyndin er tekin í dag, á Jónsmessu.Jónsmessuskrúði

Dalurinn sjálfur er allur af lifna við af fólki og fénaði. Nú er komið inn sérstakt myndaalbúm með sumarmyndum úr Laugardalnum. Í grasagarðinum er ungviðið að ná sér á strik með dyggri aðstoð smáfólksins. Drengurinn á myndinni fékk fúslega leyfi föður síns til að gefa fuglunum leifarnar af nestinu sínu, brauði með osti.

Ég fæ þó ekki betur séð en að andarungarnir séu á beit! Sennilega hefur andamamma græn uppeldisgildi að leiðarljósi. Mættum við mannfólkið gera það líka.  - Ólöf

Brauð með osti    Endur-tekning


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guttormur

Guttormur
Guttormur

Umhverfis og útivistarhópur ÍL bloggar hér. Við látum okkur varða ýmislegt í samfélaginu og höfum áhuga á umhverfismálum í nærumhverfinu. Netfang Guttorms er  Laugardalur@gmail.com

ÍL stendur fyrir Íbúasamtök Laugardals sem við erum hluti af.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2019
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband