Leita í fréttum mbl.is

Byggja meira og meira, meir' í dag enn í gær!

Það tekst næstum því að vekja hjá mér sektarkennd yfir því að standa á bremsunni gagnvart nýbyggingarmaníu í Laugardal að reglulega þurfi að úthýsa íþróttum úr íþróttahúsi svo reksturinn standi undir sér. Og aumingja börnin eiga ekki í nein hús að venda á meðan, 30 daga á ári að jafnaði sem húsið er notað í sýningar og ráðstefnur. Það er einn mánuður af tólf. Það er þó ekki meira en sem svarar einu sumarfríi og þykir enginn ofgóður að því.

Þetta er ágætis aðvörun fyrir íbúaþingið langþráða, að íbúar láti ekki ráðskast með sig vegna hagsmuna rekstrarfyrirtækja enda segir Sigurður Lárusson hjá Laugardalshöll að hún skuli ekki talin íþróttasvæði heldur félagsmiðstöð. Ég er orðin svolítið ringluð en ætla ekki að láta slá ryki í augun á mér.

LaugardalshöllBörnin sem missa af æfingunum eru mörg hver einnig íbúar við Laugardal og það er eðlilegt að þau geti iðkað íþróttir í sínu hverfi. En þar sem íþróttafélög starfa hverfisbundið þykir mér athyglisvert að heil fimm hverfi (fimm íþróttafélög) skuli vera með aðstöðu í Laugardalshöll. Það er vissulega gleðilegt að sótt sé í aðstöðuna enda augljóslega miðlæg lega þess fyrir þessi hverfi sem trekkir að. Hins vegar vekur þetta spurningar um aðstöðu félaganna í hverfunum sjálfum, hverfunum sínum.

Af hverju þurfa börnin að sækja íþróttir í öðrum hverfum? Jú, ekki eru allar íþróttir iðkaðar í öllum félögum, t.d. skylmingar, svo börn þurfa að fara á milli hverfa. Einnig er aðstaða íþróttafélaganna misnýtanleg yfir árið. Fótboltavellir. sem taka upp stærstan hluta af landrými íþróttafélaganna, standa ónotaðir yfir vetrartímann (eins og skólagarðarnir!) og þess vegna spurning hvort það megi ekki bara byggja á þeim, þeir eru hvort eð er svo lítið notaðir, bara nokkra mánuði á ári. Wink Þetta er svona innahússbrandari, upprunninn frá ónefndum borgarfulltrúa.

Það andmælir enginn heilvita maður þeirri lógík að ef við byggjum á fótboltavelli þá hverfur fótböltavöllurinn. Sömu rök eiga við um vörslu og viðhald grænna svæða. Ef við byggjum á grænum svæðum af því að við viljum vera nálægt þeim þá einfaldlega hverfa þau. Það er hins vegar hundalógík að segja að grænt svæði sé ekki grænt svæði af því að það henti okkur að þau séu ekki græn. Gallinn við litblindu er sá að grænt sést ekki sem grænt og rauð stöðvunarskilti ekki heldur.

Það er vissulega ánægjuefni að svo mörg börn skuli iðka íþróttir að starfsemin öll rýmist ekki í staðbundinni aðstöðu hverfafélaganna. Það er mikilvægt að Reykjavíkurborg geri ráð fyrir íþróttastarfsemi við skipulagningu nýrra hverfa. Það dregur augljóslega mikið úr umferð ef ekki þarf sífellt að skutla börnum milli borgarhluta. Auk þess sparast mikill tími sem fjölskyldur geta notað til samveru á eðlilegum matmálstímum sem eru víða lagðir undir íþróttaæfingar og skutl. Þess vegna finnst mér frábært að búa við Laugardalinn. Barnið mitt getur sjálft sótt sínar íþróttaæfingar í dalnum. Hins vegar hef ég vaxandi áhyggur af öryggi barnsins á ferðum sínum vegna yfirgengilegrar bílaumferðar í dalnum sjálfum sem þverar gangstéttir og göngustíga. Það er traffík fullorðins fólks í félagmiðstöðvar eða hvað það nú heitir, sem er orðið svo fótafúið að aka verður upp að dyrum. Mér er spurn hvort það hafi yfirhöfuð úthald og krafta til iðkunarinnar eða sé orðið svo stirðnað af löngum ráðstefnusetum að vegalengdin út í bíl megi ekki vera meiri en svo að hægt sé að skríða þangað.

Ólöf 


mbl.is Ekki svo kátt í höllinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ekki gott mál.  Laugardalshölin er fyrst og fremst sýningar- tónleika og ráðstefnuhöll. Ég vildi sjá Þrótt fá íþróttahús sem byggt yrði t.d. á risastóra bílastæðinu við Félagsheimili Þróttar og engum grænum svæðum fórnað.  Í grunnskólunum kringum Laugardalinn eru lítil og léleg íþróttahús sem nýtast ekki til almennrar boltaíþrótta.  Vogaskóli á ekki íþróttahúsið, heldur MS og ekki auðvelt að fá tíma þar. Það verða engar íþróttir í Höllinni næstu tvær vikur þar sem NATO er með fund.  Ekki gott mál fyrir börnin í hverfinu að deila íþróttaaðstöðunni með NATO....................

Andrea (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guttormur

Guttormur
Guttormur

Umhverfis og útivistarhópur ÍL bloggar hér. Við látum okkur varða ýmislegt í samfélaginu og höfum áhuga á umhverfismálum í nærumhverfinu. Netfang Guttorms er  Laugardalur@gmail.com

ÍL stendur fyrir Íbúasamtök Laugardals sem við erum hluti af.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2019
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband