Leita í fréttum mbl.is

Kauptu ekkert dagurinn - frídagur neytenda

Vissuð þið af honum? Nei ekki ég heldur fyrr en um daginn að ég rakst á grein í Viðskiptablaðinu eftir Þuríði Hjartardóttur framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna. Í greininni fjallar hún um þennan skemmtilega dag, frídag neytenda sem haldinn er hátíðlegur víða um heim næsta laugardag. Það er reyndar misjafnt eftir löndum hvenær hann er haldinn en í Bandaríkjunum og Kanada er hann alltaf haldinn eftir þakkargjörðarhátíðina (23/11) en í Evrópu síðasta laugardag í nóvember (24/11).

Samkvæmt Þuríði var það fyrir 15 árum að aðgerðarsinnar í Kanada (Adbusters) kynntu fyrst Kauptu ekkert daginn í því skyni að mótmæla neyslu- og alþjóðavæðingunni. En allir geta tekið þátt og þurfa ekki að fara í mótmælagöngu til þess. Þáttakan er fólgin í því að eyða deginum án þess að eyða nokkrum peningum. Og til hvers í ósköpunum? Jú til þess að taka sér frí frá innkaupum einn dag og íhuga hvaða áhrif innkaup þeirra hafa á eigið líf og umhverfi. 

Sigríður 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Gargandi snilld!!! Láta þetta berast til sem flestra, sem fyrst. Bloggið virkar vel í það.

Halldór Egill Guðnason, 21.11.2007 kl. 17:02

2 identicon

Það er spurning hvort maður geri ekki stórinnkaup á föstudag og haldi aftur af sér  á laugardag .    Þetta er ágætis áminning en vekur furðulega litla athygli. 

Andrea (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guttormur

Guttormur
Guttormur

Umhverfis og útivistarhópur ÍL bloggar hér. Við látum okkur varða ýmislegt í samfélaginu og höfum áhuga á umhverfismálum í nærumhverfinu. Netfang Guttorms er  Laugardalur@gmail.com

ÍL stendur fyrir Íbúasamtök Laugardals sem við erum hluti af.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2020
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband