Leita í fréttum mbl.is

Einbeittur brotavilji ökumanna

Ekki veit ég hvað fyrir þessum ökumönnum vakir sem gefa svona hressilega í á Gullteignum.  Gatan liggur í gegnum Teigahverfið framhjá Laugarnesskóla og þar er vegaþrenging við skólann  og svo er leikskóli hverfisins  þar við hliðina.  Gatan er kyrfilega merkt sem 30km. gata svo að allir sem aka yfir 30 hljóta að vita upp á sig sökina, ef ekki þá ættu þeir ekki að vera með bílpróf.

Ég vildi sjá háar sektir við hraðakstri í 30 km. götum.  Hættan þar er svo miklu meiri heldur en ef ökumenn aka á 70km  þar sem 80km. er leyfilegt.  


Hluti af þessu vandamáli er að nú er gríðalega þung umferð sem fer um Sundlaugarveg. Heilt fjármálahverfi hefur risið í Borgartúni og heilsuræktin í Laugum laðar að sér fjölda fólks á hverjum degi og þessi umferð skilar sér líka inní íbúðarhverfin. Þetta vandamál er að aukast í borginni með þéttingu byggðar og fjölgun ökutækja og gatnakerfið stendur ekki undir þessari aukningu.

Það þarf einhversskonar vitundarvakningu gagnvart akstri í íbúðahverfum. Það er alltof mikið um að ekið sé á gangandi vegfarendur.  Ég vildi sjá mjög háar sektir við þessum brotum svona til að undirstrika mikilvægi þess að virða 30 km. hámarkið. 

Andrea

 


mbl.is 28% óku of hratt um Gullteig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guttormur

Guttormur
Guttormur

Umhverfis og útivistarhópur ÍL bloggar hér. Við látum okkur varða ýmislegt í samfélaginu og höfum áhuga á umhverfismálum í nærumhverfinu. Netfang Guttorms er  Laugardalur@gmail.com

ÍL stendur fyrir Íbúasamtök Laugardals sem við erum hluti af.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2019
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband