11.1.2008 | 09:45
Sporin hræða
Ég er farin að fá svona "deja vu" að fylgjast með umræðum um sundabraut-göng. Mig minnir að fyrir einungis þremur árum síðan voru mikil skoðanaskipti og deilur um færslu Hringbrautar sem á endnum var troðið ofaní dýrmæta Vatnsmýrina í óþökk meirihluta borgarbúa til að spara nokkra milljarða.
Í dag er það almennt viðurkennt að færsla Hringbrautar sé skipulagsslys og muni í fyllingu tímans verða leiðrétt, þ.e. sett í stokk.Það er dýrt að spara og betra heima setið en af stað farið með þær úrlausnir sem Vegagerðin kynnir nú fyrir okkur borgarbúum varðandi Sundabraut.
Loftmengun er nú þegar oft langt yfir hámörkum í Langholts og Vogahverfi vegna nálægðar við Sæbraut og umferðarinnar sem fylgir starfseminni við Sundin. Með sundabraut með ca. 50.000 bílaumferð á sólarhring er hætta á að nánast ólíft verði að búa í þessum hverfum. Með því koma umferðinni í göng og dreifa umferðinni er komið í veg fyrir að loftmengun aukist. Það eitt og sér hlýtur að vera nokkra milljarða virði..
Ég treysti því Samgönguráðherra sé fylgjandi gangnagerð í höfuðborginni. Hann er jú aðal hvatamaðurinn að bora í gegnum tvö fjöll á Tröllaskaganaum og tryggja fámennu byggðalagi tengingu við aðrar byggðir á norðurlandi. Það eru dýrustu göngin a.m.k. miðað við fólksfjölda en alltaf hamrað á því að þau væru þjóðhagslega hagkvæm. Hvernig er hægt að réttlæta 8 milljarða göng fyrir fámennt byggðarlag en ekki 24 milljarða fyrir höfuðborgina og þar með stærstan hluta þjóðarinnar. Hvaða reiknilíkan notaði Vegagerðin til að réttlæta Héðinsfjarðargöng?
Annars er ég að missa verðskynið, finnst 20 milljarðar allt í einu ekki vera neitt rosa mikið og ekki heldur plús - mínus 9 milljarðar. Menn eru að tapa milljörðum í úr sínum einkasjóðum á dýfum í kauphöllinni þessa dagana , jafnvel tugum milljarða. Verðmunurinn á ytri og innri leið er bara dagsformið á verðmætaaukningu einhverra fyrirtæka í kauphöllinni. Einhverjir eignuðust jafnvel nokkra milljarða í "nýtanlegu skattatapi". Mjög skrýtið allt saman.
Það er ekki hægt að prútta niður Sundagöng. Það þarf að velja þær vegasamgöngur sem eru bestar fyrir Reykvíkinga og eittvað sem dugar næstu 50 árin, verður ekki úrelt eftir þrjú ár. Ég óska eftir skarpri framtíðarsýn og að menn læri af mistökunum í Vatnsmýrinni.
Í upphafi skal endinn skoða.
Andrea
![]() |
Vegagerð með bæði belti og axlabönd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:54 | Facebook
Nýjustu færslur
- Útimarkaður Íbúasamtakanna verður 16. ágúst
- Takið daginn frá
- Upprifjun
- Við kveðjum góðan félaga
- Hinn árlegi útimarkaður verður þann 17. ágúst
- Útimarkaðurinn verður nú á horni Laugalækjar og Hrísateigs
- Tíundi útimarkaður íbúasamtakanna haldinn 18. ágúst 2012
- Útimarkaður Íbúasamtakanna laugardaginn 27. ágúst kl.11-16
- Spennandi!
- útimarkaður - götumarkaður
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
nytjagardar
-
mortenl
-
torfusamtokin
-
varmarsamtokin
-
hlidar
-
arogsid
-
bjorkv
-
dofri
-
almal
-
doggpals
-
eyglohardar
-
gesturgudjonsson
-
vglilja
-
gummisteingrims
-
gbo
-
harring
-
heidistrand
-
hehau
-
ingabesta
-
ingibjorgelsa
-
kari-hardarson
-
margretsverris
-
mist
-
omarragnarsson
-
pjetur
-
rannthor
-
sigurdurkari
-
soley
-
vefritid
-
thordursteinngudmunds
-
gudni-is
-
sylviam
-
pollyanna
-
saethorhelgi
-
siggivalur
-
annakr
-
svatli
-
erna-h
-
ibb
-
haaleitinordur
-
hrannsa
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Ágúst 2013
- Ágúst 2012
- Ágúst 2011
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Janúar 2010
- Ágúst 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Athugasemdir
það er nú orðið ansi lítið eftir af fallegu útsýni yfir sundin blá
Hafnarmannvirki og að fá síðan tröllaukna brú yfir sundin er rothögg á íbúa Reykvíkinga. Þessir miljarðar sem sagt er að muni á kostnaði er ekki yfirstíganlegur, annað eins hefur gerst hér.
sveina sigurdardottir (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.