Leita í fréttum mbl.is

Sundabraut 1. áfangi til kynningar NÚNA

Nú liggur fyrir  hjá Skipulagsstofnun ný tillaga að matsáætlun fyrir 1. áfanga Sundabrautar og er athugasemdarfrestur til 31. mars.

Ég furða mig á stuttum fyrirvara til að senda inn nýjar athugasemdir þar sem Sundabraut / Sæbraut er nú eins og fyrr teiknuð nánast ofaní lóðamörk húsa við Hólmasund Barðavog og Njörfasund.  Í þessari matsáætlun sem nú finnst á netinu http://www.vegagerdin.is er hægt að lesa athugasemdir og mótmæli íbúa við þessar götur og einnig Grafarvogsmegin og get ég ekki séð í fljótu bragði að þessar nýju tillögur séu að bregðast við athugSundabraut2afangiasemdum íbúa. 

Það er líka athyglisvert að sjá í skýrslunni að leitað var til líffræðinga

og sérfræðinga í kuðungum en ekki er leitað eftir áliti lungnalækna né umhverfisfræðinga um áhrif aukinnar mengunar á alla íbúa þessara hverfa.  Íbúar  og íbúasamtök  þessara hverfa hafa  ítrekað  margsinnis  að  aukin  mengun  er óasættanleg,  hvers vegna er Sundabraut  teiknuð inní  íbúahverfi en ekki  inní  iðnaðarhverfið  með  öllum vöruskemmunum  hér í vogunum. 

Þessar nýju tillögur virðast í fljótu bragði ekki vera neitt skárri en þær fyrri.

Andrea Sundabraut2afangi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er með ólíkindum þessi vinnubrögð hámenntaðra verkfræðinga,ég hef miklar áhyggjur af hríðfallandi verði fasteignar minnar.Kuðungar teknir framyfir lungu fólks,vel gert hjá þér þessi samlíking og að vekja athygli á þessu.

jensen (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 17:36

2 identicon

Ég held að best væri að sleppa þessu öllu saman og leggja í alvöru áherslu á annarskonar samgöngur. Ég hef lesið greinar í viðskiptablaðinu þar sem Gísli Marteinn Baldursson formaður umhverfis og samgönguráðs og Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri bakka báðir upp léttlestir á Reykjavíkursvæðinu. Held við verðum alvarlega að fara gera eitthvað svoleiðis róttækt í samgöngumálum okkar, þá minnkar þörfin fyrir þessu stóru umferðamannvirki ætluð einkabílnum.

Sigríður (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guttormur

Guttormur
Guttormur

Umhverfis og útivistarhópur ÍL bloggar hér. Við látum okkur varða ýmislegt í samfélaginu og höfum áhuga á umhverfismálum í nærumhverfinu. Netfang Guttorms er  Laugardalur@gmail.com

ÍL stendur fyrir Íbúasamtök Laugardals sem við erum hluti af.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2019
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband