Leita í fréttum mbl.is

Guttormur fór á skíđi

 

Ţađ er kominn tími til ađ bloggarar á ţessu bloggi fari ađ líta í kringum sig og skođa útivistarsvćđi utan 104. Ţađ tekur einungis um 30 mínútur ađ fara í Bláfjöll og enn styttra í Skálafell.  Síđustu helgar hef ég og mín fjölskylda notađ hvert tćkifćri til ađ renna okkur á skíđum í hreint frábćru veđri og frábćrri ađstöđu á okkar góđa skíđsvćđi.  Mikiđ hefur veriđ rćtt um manneklu á skíđasvćđunum en ég verđ ađ segja ţađ ađ ég hef aldrei séđ brekkurnar í Bláfjöllum eins vel trođnar og flottar og svćđiđ allt til fyrirmyndar sem og ţjónustan. Ég ćtla ađ hrósa starfsmönnum skíđasvćđana fyrir frábćrt starf.  Um síđustu helgi voru ţrjár stólalyftur opnar í Bláfjöllum auk fjölda diskalyfta og barnalyfta, engin röđ neins stađar og allt gekk vel, hefđi viljađ sjá fleira fólk í brekkunum.  Brettakrakkarnir eru orđnir ađeins betri á

brettunum og ég gamla skíđakempan ekki eins óttaslegin gagnvart ţeim.

Ég vildi gjarnan ađ ţeir sem ekki fara á skíđi gćtu tekiđ stólalyftuna upp á topp og jafnvel gengiđ niđur eđa haft kaffihús á toppnum. Í Bláfjöllum er útsýni í allar áttir,  til suđurs sést til Vestmanneyja og öll ströndin, ţ.e. sést í Ţorlákshöfn og Stokksteyri og áfram austur. Til vesturs sést til Reykjavíkur og langt út á Faxaflóa og í norđurátt til Skálafells.  Ţetta er einstakt útsýni, ég vildi gjarnan ađ fleyri gćtu notiđ ţess.

Skálafell, Ţingvallavatn i baksýnFrá diskalyftunni í Skálafelli sést yfir Ţingvallavatn, fjallgarđinn beggja vegna viđ Skjaldbreiđ,  sést til Sandeyjar á Ţingvallavatni  og til Búrfells í Grímsnesi og gufubólstrar á Hengilsvćđinu.Nú er búiđ ađ opna stólalyftuna, ţađ sést enn lengra.

Ţegar veđriđ er eins gott og síđustu daga og fćriđ gott eru Bláfjöll og Skálafell útivistarperlur sem viđ borgarbúar megum ekki láta fram hjá okkur fara. Lćt svo myndirnar tala sínu máli. 

Andrea 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Guttormur

Guttormur
Guttormur

Umhverfis og útivistarhópur ÍL bloggar hér. Við látum okkur varða ýmislegt í samfélaginu og höfum áhuga á umhverfismálum í nærumhverfinu. Netfang Guttorms er  Laugardalur@gmail.com

ÍL stendur fyrir Íbúasamtök Laugardals sem við erum hluti af.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2019
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband