Leita í fréttum mbl.is

Hús sem má rífa

Laugavegurinn sem þvottakonur kvosarinnar þrömmuðu til og frá þvottalaugunum þegar langamma var ung virðist vera í miklum tilvistarvanda núna. Eftir því sem maður kynnir sér málið betur því skuggalegra verður það og eitthvað stórkostlegt skipulagsklúður í gangi sem virðist komið úr öllum böndum. Undarlegt samt hvað Skólavörðustígur blómstrar þarna við hliðina á þessum ósköpum. Er eitthvað annað skipulagsmódel í gangi þar eða hvað?

 

Mér dauðbrá er ég leit inná síðu sem segir frá húsum sem stendur til að rífa á og við Laugaveginn. Mér taldist til að þau væru a.m.k. 31 bara við Laugaveg sem stendur til að rífa. Annað eins við Hverfisgötu og góður slatti við Njálsgötu. Mjög fróðlegt að skoða þessa síðu.


Um miðja síðustu öld þegar hverfið okkar var í byggingu kom slatti af svona húsum sem grænt ljós var gefið á til niðurrifs hingað í hverfið okkar, t.d. bý ég í fyrrverandi Grettisgötu 6. Nokkur þessara húsa eru nefnd hér í bloggfærslu þann 23.01.08.   Þá var Sundahverfið splunkunýtt úthverfi. Varla eru þessi hús núna á 21. öldinni að fara í nýju úthverfin þó þau gætu fyllt nokkrar götur. Þau eru sennilega bara að fara á haugana, enda tapa þau hvort eð er gildi sínu þegar þau eru rifin úr sínu samhengi.
Ólafur Þórðarsson skrifar skilmerkilega grein á bloggi sínu um ástand Laugavegarins sem ég hvet ykkur til að lesa og einnig að fara inná fyrrgreinda síðu um hús sem á að rífa.

 

Þetta myndarlega hús sem stendur á horni Drekavogar og Efstasunds var reist við Laugaveg og stóð þar fram á miðja 20. öld þegar það varð að víkja fyrir öðru og var þá flutt hingað.

Sigríður Ólafsdóttir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Ég er nú svo gróf að vilja sjá lagaheimild til að sveitafélög geti tekið svona illa vanræktar eignir eignarnámi og lóðirnar með.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 25.3.2008 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guttormur

Guttormur
Guttormur

Umhverfis og útivistarhópur ÍL bloggar hér. Við látum okkur varða ýmislegt í samfélaginu og höfum áhuga á umhverfismálum í nærumhverfinu. Netfang Guttorms er  Laugardalur@gmail.com

ÍL stendur fyrir Íbúasamtök Laugardals sem við erum hluti af.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2019
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband