31.3.2008 | 16:43
Loftgæðamælingar í hverfinu okkar
Á daglegri göngu minni með hundinn um daginn rak ég augun í mengunarmælitæki við gatnamót Langholtsvegar og Skeiðarvogs. Ég ákvað að hafa samband við umhverfissvið borgarinnar og fá fréttir af þessum mælingum. Anna Rósa Böðvarsdóttir svaraði erindi mínu og sagði þetta vera farstöð Umhverfis- og samgöngusviðs og verið sé að mæla ákveðin efni í loftinu, svo sem köfnunarefnisdioxið (NO), svifrik o.fl. Farstöðin er nú farin eitthvað annað en mældi loftgæði hjá okkur frá 19. febrúar til 28. mars. Hægt er að sjá niðurstöður mælinga á www.loft.rvk.is undir linknum færanleg farstöð. Mæld eru NOx efni og svifryk (PM10) þ.e. þau efni sem talin eru líklegust til að fara yfir heilsuverndarmörk.
Verið era ð vinna skýrslu um mælingarnar sem vonandi verður bráðlega tilbúin og birt opinberlega. Forvitnilegt verður að bera niðurstöður saman við mælingar sem gerðar voru á sama stað með sama hætti fyrir tveimur árum. Sú skýrsla fylgir hér með (sjá fyrir neðan) og er mjög fróðlegt að glugga í hana. Þar kemur fram að loftmengun inní þessari íbúðabyggð mældist svipuð og við umferðaræðina Miklubraut. En sú niðurstaða kom nokkuð á óvart og niðurlag skýrsluhöfunda (Anna R Böðvarsdóttir og Lúðvík Gústafsson) er svona:
Þessar niðurstöður kalla á frekari mælingar á þessu svæði og fleiri gatnamótum í ́íbúðabyggð Reykjavík til að komast að því hvort loftmengun er meiri þar en við helstu umferðaræðar. Ef loftgæðin eru svipuð i íbúðabyggð og við helstu umferðaræðar í Reykjavik er ljóst að aðgerða er þörf víða í borginni til að tryggja íbúum viðunandi lí́fsskilyrði. Minna má í þessu sambandi á ákvæði um heilsuverndarmörk fyrir svifryk (PM10) sem taka gildi árið 2010 (sjá rg. nr. 251/2002). Styrkur svifryks (PM10) er meiri en nemur þessum heilsuverndarmörkum og eru því borgaryfirvöld skuldbundin til að draga úr loftmengun þar til ástandið er orðið viðunandi...
...Umhverfissvið Reykjavíkurborgar telur brýnt að ræða raunhæfar aðgerðir til að minnka loftmengun í í́búðarbyggð. Fordæmi eru að finna í aðgerðum annarra borga í Evrópu sem glíma við sambærilegan vanda. Nefna má nokkur dæmi svo sem:
1. Að draga úr umferðarhraða.
2. Að takmarka umferð þungra flutningabifreiða.
3. Að minnka bílaumferð um íbúðahverfi almennt, þ.e. almennan gegnumakstur.
Ég hjó sérstaklega eftir þessari setningu: "Ef loftgæðin eru svipuð i íbúðabyggð og við helstu umferðaræðar í Reykjavik er ljóst að aðgerða er þörf víða í borginni til að tryggja íbúum viðunandi lí́fsskilyrði"
Ég held að þarna sé mikið verkefni fyrir höndum ef eitthvað á að gera með þessar niðurstöður og ég held að við íbúar ættum að fylgja því eftir að það sé gert.
Sigríður Ólafsdóttir
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:07 | Facebook
Nýjustu færslur
- Útimarkaður Íbúasamtakanna verður 16. ágúst
- Takið daginn frá
- Upprifjun
- Við kveðjum góðan félaga
- Hinn árlegi útimarkaður verður þann 17. ágúst
- Útimarkaðurinn verður nú á horni Laugalækjar og Hrísateigs
- Tíundi útimarkaður íbúasamtakanna haldinn 18. ágúst 2012
- Útimarkaður Íbúasamtakanna laugardaginn 27. ágúst kl.11-16
- Spennandi!
- útimarkaður - götumarkaður
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
nytjagardar
-
mortenl
-
torfusamtokin
-
varmarsamtokin
-
hlidar
-
arogsid
-
bjorkv
-
dofri
-
almal
-
doggpals
-
eyglohardar
-
gesturgudjonsson
-
vglilja
-
gummisteingrims
-
gbo
-
harring
-
heidistrand
-
hehau
-
ingabesta
-
ingibjorgelsa
-
kari-hardarson
-
margretsverris
-
mist
-
omarragnarsson
-
pjetur
-
rannthor
-
sigurdurkari
-
soley
-
vefritid
-
thordursteinngudmunds
-
gudni-is
-
sylviam
-
pollyanna
-
saethorhelgi
-
siggivalur
-
annakr
-
svatli
-
erna-h
-
ibb
-
haaleitinordur
-
hrannsa
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Ágúst 2013
- Ágúst 2012
- Ágúst 2011
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Janúar 2010
- Ágúst 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Athugasemdir
Þetta er áhugaverð samantekt og sérstaklega að yfirvöld verði skuldbundin frá 2010 að draga úr loftmengun í íbúðarhverfum.
Mér sýnist loftmengun einmitt hafa aukist töluvert með aukinni bílaumferð sem fer í gegnum hverfið okkar. Og enn mun mengun aukast með risa umferðarmannvirkjum sem eru fylgifiskar Sundabrautar ef hún kemur og nú byggist svæðið hratt upp við Glæsibæ, Suðurlandsbraut og Menntaskemmtigarði. Ég get ekki séð að þessi reglugerð breyti nokkru varðandi mengun í íbúðarhverfum. Það er kannski kominn tími á að hverfasamtök ráði sér lögfræðinga til að fá úr þvi skorið hvort hægt sé endalaust að troða mannvirkjum inní rótgróin íbúahverfi þegar lög segja til um annað.
Andrea (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 21:46
Já það virðist ekkert vera í kortunum sem bendir til að stjórnvöld, hvort sem það er ríki eða borg séu með áætlanir eða áform til að framfylgja þessari reglugerð, þvert á móti virðist stefnt hraðbyri í aðra átt svo sem sjá má á áætlunum um mislæg gatnamót og hraðbrautir sem gera varla annað en auka á umferð og þar af leiðandi loftmengun.
Sigríður (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 22:31
Það er líka hætta á að yfirvöld fái undanþágu frá þessum mengunarhámörkum vegna sér íslenskra hagsmuna, sbr. undanþágu frá mengunakvótum v/stóriðju. Við höfum nú heldur betur fordæmi þar.
Andrea (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 22:40
Færanlega mælistöðin var staðsett í miðju Hlíðahverfi frá 5. des til 16. janúar. Þar reyndist meðaltal 22,65% hærra en á Grensás og í þurru og stillu voru PM gildin meira en 40% hærri. Svifryk á tímanum frá 1. jan - 11. jan þegar var lyngt og stillt, fór 5 sinnum yfir heilsufarsmörk og NO2 fór einu sinni. Á sama tíma fór PM10 einu sinni yfir heilsufarsmörk á Grensás. Miðað við Kandadíska könnun, þá er samfélagskostnaður af völdum umferðarmengunar í höfuðborgarsvæðinu um 30 milljarðar á ári! Og til upplýsinga er Reykjavík með mesta loftmengun allra höfuðborga Norðurlandanna.
Niðurstöður og ítarupplýsinga á vefsíðunni okkar!
Íbúasamtök 3. hverfis, 2.4.2008 kl. 18:42
Já þetta er óhuggulegt en óhugguegast af öllu er sinnuleysi fólks og borgaryfirvalda gagnvart þessu. Borgin er með stofnun sem mælir þetta og leggur til úrbætur en enga stofnun eða vilja til að framkvæma úrbætur eða taka á þessu. Sennilega eru allir samsekir því við íbúar erum ekki nógu viljug að gera það sem í okkar valdi stendur til að bæta úr.
Ég var um daginn stödd í Keflavík á sólbjörtum degi og það var ófögur sjón að líta til höfuðborgarsvæðisins. Borgin var hreinlega í gulbrúnum grútarmekki. Ég íhugaði að koma börnunum mínum fyrir á öruggum heilsusamlegum stað langt utan borgarinnar en þar sem ég er samsek öllum hinum sem fljóta sofandi að feigðarósi hef ég ekkert gert annað í þessu en nöldra á blogginu.
Sigríður (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 20:48
Við höfum rétt á því að búa í umhverfi sem er ekki heilsuspillandi. Lögin sem taka gildi 2010 staðfesta það. Geta íbúar - íbúasamtök leitað réttar síns ef borgaryfirvöld taka ekki í taumana? Er kannski einhver glufa sem býður upp á að við getum ráðið okkur lögfræðing - eða umboðsmaður íbúa??'?
Fara í mál við borgina þegar PM10 fer ítrekað yfir heilsumörk.
Andrea (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.