1.4.2008 | 17:42
Soffía frænka á ferðinni?
Undirrituð varð upptendruð af snyrtiástríðu Soffíu frænku frá Kardimommubæ þegar heim var komið úr stuttri gönguferð. Ég sótti mér strákúst og réðst með mikilli vandlætingu á sandbreiðurnar sem Reykjavíkurborg hefur af elju dreift yfir gangstéttina fyrir ofan blokkina mína. Það viðraði vel til slíkrar tiktúru - svalur og léttur andvari sem blés rykinu frá mér jafnharðan svo ég stæði ekki í mekkinum eins og einmana kúreki norðursins. Af og til gerði ég þó hlé á hamhlaupum mínum þegar gangandi vegfarendur nálguðust hlémegin svo vit þeirra fylltust ekki af sandi.
Ég lýsi eftir farartæki til sömu nota og á myndinni hér til hliðar, þó ekki fyrir mig prívat og persónulega, ásamt bílstjóra frá Borginni til að hreinsa upp göngustíga og gangstéttir um alla borg. Um helgina fór ég að hjóla eftir vetrardvalann og varð víða að fara varlega út af sandhryggjum þar sem reiðhjól skrika auðveldlega. Í mölinni er ýmis annar ófögnuður, svo sem glerbrot, sem skerst léttilega í gegnum dekkin.
En það er vorhugur í hverfisbúum. Framhjá mér fóru stálpaðir strákar í stuttermabolum á reiðhjólum, tveir skokkarar, kona með barnavagn, ung kona á röskri göngu og tvær unglingsstúlkur í frárenndum jökkum. Skora ég á hverfisbúa að rölta út á stétt með sóp í hönd og hafa ómakið af borgarstarfsmönnum á sóparatryllitækjum sem geta þá einbeitt sér að göngustígunum í staðinn.
Ólöf
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:44 | Facebook
Nýjustu færslur
- Útimarkaður Íbúasamtakanna verður 16. ágúst
- Takið daginn frá
- Upprifjun
- Við kveðjum góðan félaga
- Hinn árlegi útimarkaður verður þann 17. ágúst
- Útimarkaðurinn verður nú á horni Laugalækjar og Hrísateigs
- Tíundi útimarkaður íbúasamtakanna haldinn 18. ágúst 2012
- Útimarkaður Íbúasamtakanna laugardaginn 27. ágúst kl.11-16
- Spennandi!
- útimarkaður - götumarkaður
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
nytjagardar
-
mortenl
-
torfusamtokin
-
varmarsamtokin
-
hlidar
-
arogsid
-
bjorkv
-
dofri
-
almal
-
doggpals
-
eyglohardar
-
gesturgudjonsson
-
vglilja
-
gummisteingrims
-
gbo
-
harring
-
heidistrand
-
hehau
-
ingabesta
-
ingibjorgelsa
-
kari-hardarson
-
margretsverris
-
mist
-
omarragnarsson
-
pjetur
-
rannthor
-
sigurdurkari
-
soley
-
vefritid
-
thordursteinngudmunds
-
gudni-is
-
sylviam
-
pollyanna
-
saethorhelgi
-
siggivalur
-
annakr
-
svatli
-
erna-h
-
ibb
-
haaleitinordur
-
hrannsa
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Ágúst 2013
- Ágúst 2012
- Ágúst 2011
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Janúar 2010
- Ágúst 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.