Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2008

Fögur er hlíđin

IMG_3367

IMG_3379

Nú ţurfum viđ ekki lengur ađ velta vöngum um hlutverk brekkunar. Ţetta er fallegasta og sérstakasta útitónleikasvćđi höfuđborgarinnar. Margar hugmyndir hafa komiđ fram gegnum tíđina hvađ ćtti ađ gera viđ brekkuna í Laugardal neđan viđ Áskirkju. Ţađ er oft ţannig ađ ef grćn svćđi hafa ekki ákveđiđ hlutverk ţá ţarf ađ nýta ţađ til einhvers nytsamlegra. Hugmyndir um golfvöll hafa komiđ fram, púttaravöll til ađ ćfa sig á o.sv. frv. Sitjandi í brekkunni neđan Áskirkju međ sýn yfir dalinn og tónleikasvćđiđ umlukiđ gróđri og kvöldsólin yljađi tónleikagestum fyrir kaldri norđanáttinni, er ógleymandlegt. Brekkan neđan Áskirkju eins og dýrari stúkan í Laugardalshöllinni međ útsýni yfir dalinn. Kannski kominn tími á ađ grisja örlítđ hávaxinn trjágróđurinn í brekkunni til ađ fullkomna ţetta fallega útsýnis stćđi.Tónleikarnir voru hreint frábćrir og málstađurinn góđur og vel viđ hćfi ađ halda ţá í Laugardal.Umgjörđin var góđ. Tekiđ var á 

IMG_3336

umferđarmálum af mikilli röggsemi og bílastćđaverđir viđ hvert bílastćđasvćđi og grćn svćđi girt af. Sá meira ađ segja Lögreglumenn sekta bíla sem voru lagđi uppá gangstéttum og grasblettum.   Hefđi reyndar viljađ sjá Laugarásveginum lokađ ađ hluta til ţar sem bílum var ţétt  lagt neđan Áskirkju. Bílastćđastjórnun í Laugardal hefur hingađ til einungis

Laugarásvegur

sést á NATÓ fundum ţegar allt er girt af međ gulum borđum.  Var frekar undrandi á öllum áldósunum sem eftir lágu í brekkunni, kannski vegna ţess ađ ţađ voru fáar endurvinnslu tunnur á svćđinu, en blöskrađi ađeins ţegar sumir tónleikagestir beinlínis tróđu dósunum ofaní litlar holur milli steinanna.  

Takk fyrir Björk og Sigurrós.

Andrea

 

 


mbl.is Óđur til náttúrunnar í Laugardal
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

HJÓLUM Í LAUGARDALINN Á MORGUN

GuttormurGuttormur hvetur alla sem eiga reiđhjól ađ koma hjólandi í Laugardalinn á tónleikana á morgun.    Um 2000 gjaldfrjáls bílastćđi eru í Laugardal og duga ţau skammt fyrir ţá 20 - 30 ţúsund (a.m.k.) tónleikagesti sem búist er viđ.Ókeypis í Húsdýragarđinn og Laugardalslaugina og opiđ langt fram á kvöld.  Strćtó gengur líka inní Laugardal.

 

Kveđja

Guttormur


Allt ađ gerast í Laugardalnum á laugardag

Trottur_logo_2004_Prent25x325

 

Á tónleikum Sigurrósar og Bjarkar n.k laugardag verđur ţađ Ţróttur sem hefur umsjón međ veitingasölu, um ágćtt tćkifćri er ađ rćđa í fjáröflun fyrir félagiđ. Til ţess ađ ţetta sé mögulegt ţurfa sem flestir ađ koma og hjálpa til. Ţađ vantar ađallega afgreiđslufólk og hlaupara sem koma birgđum á milli stađa. Greitt verđur fyrir ţess vinnu aukalega. Ţeir sem hafa áhuga á ađ vinna í ţessu verkefni  hafi strax samband viđ asiv@trottur.is  eđa sendiđ sms á 661-1758. Mćting verđur um kl 15.30 og líkur vinnunni um kl 23.00.

Fjölskyldugarđurinn og Sundlaugin í Laugardal verđa opin fyrir tónleikagesti til 24.00 ţetta kvöld.

 

Tónleikahaldarar treysta ţví ađ umhverfisvćnir tónleikagestir sýni vistvernd í verki

natturalogo_web

og gangi vel um svćđiđ. Annars sér Reykjavíkurborg um tiltekt á svćđinu eftir tónleikana og Gámafélagiđ ehf. um endurvinnslu á ţví rusli sem til fellur endurgjaldslaust.


Ađstandendur tónleikanna bjóđa öllum Náttúruverndarsamtökum ađ kynna sína starfsemi á tónleikasvćđinu.

Búiđ er ađ kolefnisjafna tónleikana og buđust bćndur á Ţjórsárverasvćđinu og Sól á Suđurlandi til ađ gróđursetja 1001 björk og hefur garđurinn fengiđ nafniđ Sigur Rósarlundur. 

Ađgangur ađ tónleikunum verđur ókeypis og gefa ţeir ađilar sem ađ tónleikunum standa alla sína vinnu. Til ţess ađ allt heppnist sem best óska tónleikahaldarar eftir sjálfbođaliđum til starfa á tónleikunum og eru áhugasamir beđnir ađ hafa samband viđ Margréti Vilhjálmsdóttur í síma 848 3891 eđa Diljá í netfangi:diljaamunda@gmail.com

Eins er óskađ eftir góđum og nytsömum tillögum í tengslum viđ uppákomuna.

 

Guttormur

  


Sigurrós og Björk í Laugardal

tonleikar_laugardal

Á ţessum síđustu og verstu tímum er upplagt ađ koma á ókeypis tónleika í Laugardalinn og hlusta á  okkar frábćru listamenn og íhuga hvers virđi náttúran er.   Guttormur hvetur landsmenn til ađ mćta í dalinn á laugardaginn 28. júní kl. fimm. Ekki verra ađ koma á hjólinu eđa hreinlega taka strćtó.

Gutti mćtir á svćđiđ


Léttlestir í stađ Sundabrautar

Aldrei ţessu vant átti ég leiđ uppí Árbć ţennan eftirmiđdag og tók ţađ mig 45 mín. ađ komast leiđarenda.
Ekki sá ég einn einasta strćtó á leiđinni og auđvitađ ekki léttlestir heldur. Ţađ verđur forvitnilegt ađ sjá hvađ er hćgt ađ gera viđ 30-40 milljarđa sem munu fara í Sundabraut ef ţeim peningum verđur variđ í rafmagnaslestir og ađ almenningssamgöngur verđi vćnlegur kostur og fćrri ţyrftu ađ fara á einkabíl allra sinna ferđa.

Andrea


mbl.is Sundabrautar saknađ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Mengunarkvóti ársins búinn í júní

Svifryksmengunarkvóti ársins  búinn !

svifryk

 

 

Ekki má svifryk í Reykjavík fara yfir leyfileg mörk einn einasta dag til viđbótar á ţessu ári ef svifryksmengunarkvótinn fyrir 2008 á ađ haldast.

Á bloggsíđu íbúasamtaka 3. hverfis er mjög áhugaverđ grein og samantekt um ţetta mál http://hlidar.blog.is/blog/hlidar/

Ţar segir m.a.

Samkvćmt reglugerđ 251/2002 má fjöldi daga ţegar mengun fer yfir heilsufarsmörk vera ađ hámarki 18 á yfirstandandi ári. 

 

Áriđ 2010 má mengun fara ađ hámarki 7 daga  yfir heilsufarsmörk. Hvađ gerist ţá?  Megum viđ búast viđ ţví ađ ađ götum verđi lokađ svifryksdaga eđa bílum međ skráningarnúmer sem  enda á sléttum tölum leyft ađ aka annanhvern dag og sv.frv. og.sv.frv.

Eđa er ţessi reglugerđ bara uppá punt og  og gilda hér kannski einhver  séríslenskar áđstćđur.  Vantar kannski hér umhverfislöggu sem grípur inní ef loftgćđi verđa beinlínis heilsuspillandi.

Nagladekk valda mestu svifryki og ekki stendur til ađ banna ţau, kannski vegna hugleysis stjórnmálamanna viđ ađ taka óvinsćlar ákvarđanir. 

 

 Á vef umhverfisstofnunar segir:

“Rannsóknir hafa sýnt ađ langstćrsti hluti svifryks eđa um 60% er vegslit sérstaklega ađ vetri til en lítiđ sem ekkertmćlist af öđrum rykuppsprettum sem algengar eru í öđrum löndum, svo sem frá iđnađi, orkuframleiđslu og húsahitun. Ásamt útblćstri bíla má segja ađ umferđin leggi til um 75% af svifryki á höfuđborgarsvćđinu

Í Reykjavík er 50-60% svifryks uppspćnt malbik, sót er 10-15 % og afgangurinn eđa 25% er af náttúrulegum völdum. Núna er miđađ viđ mćlinguna PM-10 sem er kornastćrđ sem á greiđa leiđ í 

AirPollution

öndunarfćrin eđa lungun en ţađ eru agnir sem haldast í lofti í lengri tíma en ţyngra ryk.”

 

Rannsóknir hafa leitt í ljós ađ á hverju ári deyja fleiri af hjarta og ćđasjúkdómum af völdum mengunar  en af völdum umferđarslysa.   Halló, hringja ekki viđvörunarbjöllur núna!

Ţađ er a.m.k. alveg ljóst ađ viđ búum viđ óásćttanleg loftgćđi marga daga ársins og ţađ er ţví miđur ekki neitt í augsýn sem mun breyta ţví.

 

Viđ íbúar hér í borg eru bćđi gerendur og ţolendur međ ţessa svifryksmengun en eftir höfđinu dansa limirnir og borgaryfirvöld setja leikreglurnar.  Ţađ eru engar lausnir í sjónmáli og áriđ 2010 međ sína 7 mengunardaga nálgast óđfluga.

 

Mćli međ ađ ţiđ skođiđ bloggsíđu 3.hverfis , greinahöfundar eru formenn íbúasamtaka 3. hverfis og Íbúasamtaka Háaleitis. Greinin birtist einnig í Sunnudags Mogganum 8. júní á bls. 41.

 

Andrea 

 


Kvennahlaup í Laugardal!

Logo kvennahlaupAnna Kristinsdóttir leggur til ađ Kvennahlaup fari fram í Laugardal í bloggfćrslu sinni í gćr. Hún vekur athygli á ađ Reykjavík heldur ekki Kvennahlaup. Laugardalurinn og hverfin í kring eru kjörinn vettvangur ţví "auk ţess myndi dalurinn án efa geta líka bođiđ körlunum og börnum ađ njóta ţess ađ dvelja í fjölskyldu og húsdýragarđinum eđa í Laugadalslauginni á međan á hlaupinu stćđi. Ţannig gćti fjölskyldan öll veriđ ţátttakendur", svo vitnađ sé beint í orđ Önnu.

Hafđu ţökk, Anna, fyrir ábendinguna. Gottormur er spenntur fyrir konunum!

Á nćsta ári verđur Kvennahlaupiđ 20 ára. Hvernig vćri nú ađ efna til Kvennahlaups af ţví tilefni í Laugardalnum og halda afmćlisveisluna ţar á eftir?

Sjá frétt á mbl.is um 15.000 hlaupakonur Kvennahlaupsins, 7. júní 2008.

Ólöf 


Náttúrlegir tónleikar í Laugardal

Yfirskrift tónleikanna er Náttúra.

Ég ćtla ađ vitna hér beint í Björk ţar sem hún segir ađ náttúran sé a.m.k í hugum útlendinga tákn fyrir Íslands.
Laugardalur er í hugum okkar reykvíkinga náttúrparadís og ţangađ sćkjum viđ okkar andrými frá bílaborginni.

Vonandi ađ ţessir tónleikar veki fólk líka til umhugsunar um mikilvćgi Laugardalsins ađ náttúran ţar fái ađ njóta sín og ađ ekki verđi fleiri grćn svćđi tekin undir steinsteypu.

Brekkan viđ Ţvottalaugarnar er flottur tónleikastađur og gaman af ţví ađ tónlistarmenn kjósi ađ halda tónleika utanhúss í Laugardal en ekki inní ristastórum íţróttahúsunum sem ţar eru.

Guttormur mćtir á svćđiđ,

Andrea


mbl.is Tónleikar Bjarkar og Sigur Rósar verđa í Laugardal
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hjólhestakró í stađ bílastćđa

smaralindÍ Laugardal eru nú ţegar 2000 bílastćđi. Guttormur hefur fregnađ ađ til standi ađ bćta viđ allt ađ 900 sem eiga ađ ţjóna fyrirtćkjum viđ Suđurlandsbraut og í Glćsibć. Međfylgjandi mynd sem undirrituđ "sjanghćjađi" af mbl.is sýnir ţađ svćđi sem 2.200 bílastćđi sem ţegar eru komin viđ Smáralind leggja undir sig. Ţó á eftir ađ koma fyrir um ţúsund stćđum ţar í viđbót.

Hver vill sambćrilega hryllingsásýnd á Laugardalinn? Frekar vil ég fá safnbílastćđi neđanjarđar undir öllum ţessum nýbyggingum og svo séu leiguhjól í kró ţar viđ sem fólk notar til ađ komast ađ og frá bílastćđum til vinnu og í útréttingar.

Ólöf hin hjólóđa 


mbl.is Hestar lausir viđ Smáratorg
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Guttormur

Guttormur
Guttormur

Umhverfis og útivistarhópur ÍL bloggar hér. Við látum okkur varða ýmislegt í samfélaginu og höfum áhuga á umhverfismálum í nærumhverfinu. Netfang Guttorms er  Laugardalur@gmail.com

ÍL stendur fyrir Íbúasamtök Laugardals sem við erum hluti af.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 84462

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband